- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Þróunarverkefnið Betri bær list án landamæra sem fram fór í leikskólanum Tjarnarlandi á liðnu skólaári hefur hlotið mikla athygli og lof bæjarbúa fyrir skemmtilegt samstarf leikskólabarnanna við eldri borgara, starfsfólk Stólpa og starfsbraut ME.
Hápunktur verkefnisins var síðan opnunarhátíð Listar án landamæra í Bragganum þann 5. maí. Um 300 gestir hlýddu þar á skemmtidagskrá í og við Braggann og hlutu börnin og aðrir skemmtikraftar mikið lof fyrir frammistöðu sína. Áætlað er að um 150 manns hafi komið á einhvern hátt að og tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum og uppákomum á skólaárinu í Tjarnarlandi, þar sem KRUMMI var í aðalhlutverki.
Nýverið voru Bryndís Skúladóttir verkefnastjóri og leikskólinn Tjarnarland tilnefnd til foreldraverðlauna Heimilis og skóla fyrir þróunarverkefnið og tók Bryndís á móti viðurkenningu úr höndum Ketils Magnússonar, formanns Heimils og skóla, í Þjóðmenningarhúsinu þann 16. maí.
Krummaverkefnið skilur mikið eftir sig á Fljótsdalshéraði þar sem krummaljóð eftir leik- og grunnskólabörn prýða helstu veggi bæjarins í sumar til yndisauka fyrir íbúa og gesti.