Brúarásskóli auglýsir eftir leikskólakennara og grunnskólakennara

Brúarásskóli Fljótsdalshéraði auglýsir stöðu grunnskólakennara. Brúarásskóli sem er lítill samkennsluskóli rúma 20 km frá Egilsstöðum auglýsir eftir grunnskólakennara í fullt starf. Fyrst og fremst er um að ræða kennslu á unglingastigi. Á undanförnum árum hefur skólinn unnið að markvissri skólaþróun. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að koma að kennslu í flestum greinum og hafa áhuga og vilja til að taka þátt í þróunarstarfi skólans um breytta kennsluhætti sem og öðrum verkefnum. Þekking og reynsla í upplýsingartækni er mikilvægur kostur og æskilegt væri að viðkomandi gæti komið að umsjón heimasíðu skólans. Leitað er að jákvæðum og lausnarmiðuðum einstaklingi. Ráðið verður tímabundið í stöðuna til eins árs með möguleika á fastráðningu.

Launakjör eru í samræmi við kjarasamning Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsókn sendist á Fljótsdalshérað Lyngási 12, 700 Egilsstaðir eða á netfangið stefaniam@egilsstadir.is í síðasta lagi 27. apríl næstkomandi.
Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Stefanía Malen Stefánsdóttir, gsm: 8616510 og á netfangið stefaniam@egilsstadir.is. Nánari upplýsingar um skólann má finna á http://www.bruaras.is

Þá auglýsir Brúarásskóli stöðu leikskólakennara. Skólinn er samrekinn leik- og grunnskóli og því mikilvægt að viðkomandi geti einnig komið að kennslu yngri grunnskólabarna. Starfstími leikskólans fylgir skólaári grunnskólans. Leitað er eftir jákvæðum og lausnarmiðuðum einstaklingi.