Brúarásskóli heldur upp á 30 ára starfsafmæli föstudagskvöldið 20. mars með glæsilegri afmælishátið og opnar húsið kl. 19.00. Fluttur verður söngleikurinn Ævintýrasúpan og leikstýrir höfundurinn Ingunn Snædal verkinu. Tónlistastjóri er Jón Ingi Arngrímsson.
Brúarásskóli svar stofnsettur haustið 1979 í núverandi húsnæði. Skólinn er fámennur en nemendur þar eru rúmlega 30 talsins og er skólinn fyrir börn á norðanverðu Fljótsdalshéraði.
Eins og fyrr segir opnar húsið kl. 19.00 þar sem nemendur skólans verða með tombólu og getraunir. Þá verða til sýnis gamlar ljósmyndir og námsbækur úr sögu skólans. Söngleikurinn hefst síðan kl. 20.00. Miðaverð er 1000 kr. fyrir 12 ára og eldri og eru veitingar í lok sýningar.
Allir eru hjartanlega velkomnir.