Brói og Stessi styrktir af Fljótsdalshéraði

Á fundi íþrótta- og tómstundanefndar fyrr í mánuðinum var samþykkt að veita bræðrunum Reyni Hrafni og Steinþóri Guðna Stefánssonum styrk frá Fljótsdalshéraði.

Styrkinn, sem er að upphæð 100.000 krónur hljóta þeir vegna þáttöku sinnar í heimsmeistarmótinu í SnoCross sem fór fram í Svíþjóð í mars.

Þeir bræður eru í fremstu röð í SnoCrossi hér á landi, og keyra fyrir sitt hvort liðið í Íslandsmeistaramótinu. Þeir börðust meðal annars um íslandsmeistartitilinn á dögunum, og áttu báðir möguleika á sigri. Þeir þurftu svo að sætta sig við ósigur í seinustu keppni vetrarins í Fjarðarheiði og enduðu í 2. og 3. sæti í heildarstigakeppni vetrarins.

Þess ber að geta Reynir er kallaður Brói í daglegu máli og Steinþór Guðni kallaður Stessi, undir öðrum nöfnum eru þeir ekki þekktir í heimi mótoríþróttanna. Brói er ávallt merktur nr. 7 og Stessi nr. 29.

 

Á meðfylgjandi mynd má sjá þá bræður berjast á heimsmeistarmótinu í Svíþjóð í vetur.