Mánudaginn 18.05.2015 verður endanlega lokað fyrir gömlu innskráningarleiðirnar í íbúagátt Fljótsdalshéraðs
Við hvetjum þá íbúa sem nú þegar hafa ekki gert ráðstafanir að gera það sem fyrst til að forðast óþægindi.
Hægt er að sækja um íslykilinn hér: https://innskraning.island.is/?id=minarsidur#. Eftir það notar þú kennitölu sem notendanafn og lykilorðið sem þú fékkst til að skrá þig inn.
Þeir sem vilja heldur nota rafræn skilríki í farsíma eða með greiðslukorti geta kynnt sér málið hér: https://www.island.is/rafraen-skilriki
Af hverju þessar breytingar?
Með því að taka upp íslykil og rafrænar innskráningar er Fljótsdalshérað að taka skref sem mjög margir þjónustuvefir hafa nú þegar tekið upp. Þannig ætti þetta að vera einföldun fyrir notendur þar sem sama leið er í boði á flestum þeim vefum sem fólk notar í dag s.s. bankar, þjónustuvefir fyrirtækja og stofnana o.s.fr.
Einnig er þetta hluti af stærra verkefni ríkisstjórnarinnar sem snýr að því að einfalda innskráningar á opinbera vefi og tryggja það að ítrasta öryggis sé gætt.
Allar frekari upplýsingar eru veittar í þjónustuveri Fljótsdalshéraðs 4 700 700
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.