- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Verkefnin sem unnin hafa verið eru oftast ýmis konar ráðgjöf um framleiðslu, reglugerðir, innihaldslýsingar og merkingar, rekstur og markaðssetningu. Flestir sem leita aðstoðar hafa nokkuð mótaðar hugmyndir um að koma upp sinni eigin aðstöðu og sumir hafa jafnvel komið henni upp nú þegar. Einnig er aðeins hluti verkefnanna, sem fellur að rekstri MS í mjólkursamlaginu á Egilsstöðum.
Matvælamiðstöð Austurlands (MMA/MATÍS) hættir því rekstri þeirrar aðstöðu, sem starfsleyfi var fyrir í húsnæði MS á Egilsstöðum. MS hefur lagt til húsnæðið endurgjaldslaust og aldrei stóð til að þar um yrði annað en tímabundinn samningur. MMA/MATÍS mun því ekki reka aðstöðu til matvælaframleiðslu í eigin nafni hér eftir á Egilsstöðum, heldur verður þjónustan rekin áfram á verkefnagrunni, án fasts framleiðsluhúsnæðis.
Þá hefur einnig verið gerð smávægileg breyting á þeim opinberu kröfum, sem þarf að fullnægja við vinnslu smáverkefna eins og hér um ræðir. Nú þarf að fá leyfi fyrir hverju verkefni fyrir sig og vinnslu þess verkefnis í vottaðri aðstöðu. Verkefnum verður því beint til framleiðslusamstarfs hjá aðilum, sem nú þegar hafa vottaða og viðurkennda starfsaðstöðu frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands (HAUST). Ábyrgðarmaður hvers verkefnis fyrir sig verður síðan að sækja um starfsleyfi til HAUST fyrir sína sértæku framleiðslu, sem unnin yrði í samþykktri vottaðri aðstöðu.
Þróunarfélag Austurlands mun útvega aðstöðu í húsnæði sínu, til skrifstofuhalds og fundarhalda og verða innan handar við stjórnun verkefnisins. Þar verður hægt að sinna verkefnavinnu og ráðgjafastörfum, eftir því sem þörf er. Mikilvægt er að beina verkefnum smáframleiðenda, sem annarra, til Þróunarfélagsins og eða Þórarins Egils Sveinssonar, atvinnufulltrúa Fljótsdalshéraðs. Þórarinn mun áfram sinna verkefnisstjórn fyrir MATÍS, en aðrir sérfræðingar MATÍS munu koma þar að verkefnum eftir eðli þeirra, hverju sinni.