Breytingar á tímaáætlun almenningssamgangna í Fellabæ og á Egilsstöðum

Vegna fjölda athugasemda og ábendinga við tímatöflu almenningssamgangna á Egilsstöðum og í Fellabæ, hefur tímaáætluninni verið breytt og tekur ný áætlun gildi í dag, miðvikudaginn 26. júní.

Þær breytingar sem verða á gildandi áætlun eru annars vegar að bætt verður við ferðum sem hefjast munu í Fellabæ kl. 13:35 og kl. 15:35 (og lýkur í Fellabæ kl. 14:05 og kl. 16:05). Hins vegar verða felldar niður ferðir sem hefjast nú í Fellabæ kl. 16:05 og 19:05 (og lýkur í Fellabæ kl. 16:35 og kl. 19:35).

Tímaáætlun almenningssamgangna má sjá hér.