Breytingar á starfsliði bæjarskrifstofu

Nýir starfsmenn á bæjarskrifstofunni. Frá vinstri til hægri. Hrund Erla Guðmundsdóttir, Hildur Rán A…
Nýir starfsmenn á bæjarskrifstofunni. Frá vinstri til hægri. Hrund Erla Guðmundsdóttir, Hildur Rán Andrésdóttir, Harpa Helgadóttir og Anna Steinunn Árnadóttir

Nokkrar mannabreytingar eiga sér stað um þessar mundir á bæjarskrifstofunum. Fyrst ber þess að geta að þær Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir skjalastjóri og Guðlaug Bachman þjónustufulltrúi hjá félagsþjónustunni eru að láta af störfum og eru þeim færðar hinar bestu þakkir fyrir margra ára þjónustu við íbúa sveitarfélagsins og ánægjulegt samstarf.

Ráðin hefur verið nýr skjalastjóri Hrund Erla Guðmundsdóttir og hóf hún störf um síðustu áramót. Einhverjar tilfærslur verkefna verða hjá starfsmönnum félagsþjónustunnar, en Anna Steinunn Árnadóttir þroskaþjálfi sem hefur leyst af á sviðinu undanfarna mánuði, hefur nú verið fastráðin og sinnir málefnum fatlaðra og almennri félagsráðgjöf.

Á síðasta hausti kom H. Harpa Helgadóttir sálfræðingur til vinnu hjá félagsþjónustusviðinu og nýjasti starfsmaðurinn sviðsins er svo Hildur Rán Andrésdóttir ráðgjafi í barnavernd. Við bjóðum þessa nýju starfsmenn velkomna í hópinn.