Breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs kynnt

Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028 - Uppsalir aðalskipulagsbreyting og gerð deiliskipulags.

Umhverfis- og skipulagsfulltrúi Fljótsdalshéraðs auglýsir hér með opið hús þar sem íbúar geta kynnt sér lýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028 skv. ákv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lýsingu á gerð deiliskipulags skv. ákv. 40. gr.

Breytingin felur í sér að reitur B15 (íbúðarsvæði) stækkar og yfirtekur reitinn sem nú er merktur F57 (frístundasvæði), en F57 mun falla niður.

Lýsingin verður til sýnis á bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs, að Lyngási 12, Egilsstöðum mánudaginn 27. apríl 2015 frá kl. 8:00 til kl. 16:00. Lýsingin verður einnig á heimasíðu sveitarfélagsins „egilsstadir.is“

Íbúum er með þessu gefinn kostur á að koma á framfæri ábendingum við lýsinguna.

Ábendingar, ef einhverjar eru, óskast sendar skipulags- og byggingarfulltrúa, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir, eigi síðar en mánudaginn 4. maí 2015, merkt “Uppsalir skipulagslýsing.”
Tillaga að breytingu á Aðalskiplagi Fljótsdalshéraðs 2008 – 2028 og tillaga að deiliskipulagi verður svo til sýnis á bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs, að Lyngási 12, Egilsstöðum mánudaginn 11. maí 2015 frá kl. 8:00 til kl. 16:00 og á heimasíðu sveitarfélagsins.

Ábendingar vegna aðalskipulagsbreytingarinnar, ef einhverjar eru, óskast sendar Skipulags- og byggingarfulltrúa, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir, eigi síðar en fimmtudaginn 21. maí 2015, merkt “Uppsalir aðalskipulagsbreyting.”

Umhverfis- og skipulagsfulltrúi.