Eftir áramót hefjast áætlunarferðir milli átta byggðakjarna á Austurlandi, í kjölfar þess að SSA hefur tekið við sérleyfum af Vegagerðinni.
Miðstöð kerfisins og skiptistöð verður á Reyðarfirði og þaðan liggja leiðir í þrjár áttir, til Eskifjarðar og Neskaupstaðar, til Fáskrúðsfjarðar, Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur og sú þriðja er til Egilsstaða og Fellabæjar.
Þjónustan er gjaldfrí fyrir börn yngri en 16 ára en notendur sem eru 16 ára og eldri þurfa kaupa miða eða mánaðarkort fyrirfram. Ekki verður hægt að greiða fargjald til bílstjóra í rútu.
Þetta er tilraunaverkefni til eins árs. Akstur Fjarðabyggðar, stór hluti af akstri Alcoa Fjarðaáls, flugvallarakstur og sérleyfisakstur SSA fellur undir leiðakerfið. Kerfið verður þróað áfram í samvinnu við notendur.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.