Börnin heim

Hátíðin “Börnin heim” verður haldin á Hetjunni í Fellabæ miðvikudagskvöldið 27. desember nk.

Þar verður fjölbreytt dagskrá ungra listamanna af Fljótsdalshéraði í boði og segir Stefán Vilhelmsson, forsvarsmaður hátíðarinnar, að nú þegar séu nokkrar listgreinar komnar inn og eins sé ungt fólk að taka sig saman um að koma fram saman. Hann nefnir myndlist, ljósmyndun, leiklist og tónlist en fleira geti komið til því hátíðin sé opin öllu ungu fólki af Fljótsdalshéraði sem fáist við listsköpun. Stefán hvetur unga listamenn til að taka þátt í hátíðinni, hvort sem þeir eru búsettir á Fljótsdalshéraði núna eða koma heim um jólin. Hægt er að tilkynna sig til hans í síma 863-3644 eða á netfangið stefan@poster.is.
Hátíðin “Börnin heim" er nú haldin í annað sinn en sú fyrri var 2004. “Þetta féll því miður niður hjá okkur í fyrra en nú tökum við upp þráðinn aftur”, segir Stefán. Aðgangseyrir er 500 krónur og rennur hann óskiptur í sjóð sem stofnað var til við hátíðina árið 2004 og rann þá 30 þúsund króna aðgangseyrir í hann. Annað eins kom frá sveitarfélaginu og loforð um slíkt hið sama frá KB banka. Nú er verið að ganga formlega frá stofnun sjóðsins sem á að  styrkja unga listamenn af Fljótsdalshéraði  og verður byrjað að veita úr honum styrki árið 2014.