Börn og umhverfi - námskeið Rauða krossins

Rauði krossinn gengst fyrir námskeiðinu Börn og umhverfi á Egilsstöðum í júníbyrjun. Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskifti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á um­fjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp.

Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins. Leiðbeinendur eru leikskólakennarar og hjúkrunarfræðingar.

Námskeiðið sem stendur í þrjá daga verður haldið að Miðási 1-5 á Egilsstöðum dagana 3. júní frá klukkan 15 til 21, 4. júní og 5. júní frá 15 til 18.

Námskeiðið er þáttakendum að kostnaðarlausu, og er ætlað ungmennum 12 ára og eldri, en námskeiðið hentar jafn stúlkum sem drengjum. Kennslugögn, lítil skyndihjalpartaska og kvöldmatur / siðdegishressing er innifalið. Þátttakendur fá staðfestingarskírteini að námskeiði loknu.

Tekið er við skráningum á netfangið johannamaria@redcross.is eða í síma 863 3616.