Borgarafundur um rýmingaráætlun

Staða vinnu við rýmingaráætlun vegna hugsanlegs stíflurofs Hálslóns verður kynnt á fundi sem haldinn verður að Brúarási, fimmtudaginn 25. janúar kl. 20.00.

Á fundinn mæta fulltrúar frá lögreglunni, Neyðarlínunni, Almannavarnarnefnd Héraðssvæðis og Borgarfjarðar, Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og Landsvirkjun.
Fundur þessi kemur í stað fundar sem halda átti 14. desember, en var frestað vegna veðurs.