- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Upplýsinga- og umræðufundur um fjarskiptasamband á Fljótsdalshéraði verður haldinn í Egilsstaðaskóla í kvöld, fimmtudag, og hefst fundurinn klukkan 20.
Þar verður farið yfir mögulegar lagnaleiðir á ljósleiðara um dreifbýli og þéttbýli, ásamt því að velta upp ýmsum lausnum í fjarskiptamálum og kostnaði við þær. Á fundinn koma sérfróðir aðilar um fjarskiptamál, auk þess sem bæjarfulltrúar sitja fyrir svörum.
Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í umræðunni um þessi miklu hagsmunamál.