Borgarafundur um fjárhagsáætlun

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs boðar til almenns borgarafundar í ráðstefnusal Egilsstaðaskóla (2. hæð) fimmtudaginn 19. nóvember kl. 20.00.

Þar verður kynnt fjárhagsáætlun ársins 2016, ásamt þriggja ára áætlun áranna 2017 – 2019. Fjárhagsáætlunin var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn 4. nóvember sl. og áformað er að hún verði tekin til síðari umræðu í bæjarstjórn 2. desember nk.

Bæjarstjórn hvetur íbúa sveitarfélagsins til að mæta og kynna sér fjárhagsáætlunina og fjármál sveitarfélagsins.