Borgarafundur 25. mars

Egilsstaðir að hausti
Egilsstaðir að hausti

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs boðar hér með til borgarafundar í fyrirlestrasal Egilsstaðaskóla mánudaginn 25. mars nk. og hefst hann klukkan 19:30.

Þar verður ársreikningur Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2018 kynntur og fjallað um helstu verkefni sveitarfélagsins. Jafn framt munu fulltrúar úr bæjarstjórn, ásamt bæjarstjóra, sitja fyrir svörum.

Einnig mæta fulltrúar Landsnets á fundinn og kynna fyrirhugaðar framkvæmdir vegna Kröflulínu 3.

Íbúar eru hvattir til að mæta og kynna sér rekstur sveitarfélagsins og fyrirhugaðar framkvæmdir, innan marka þess.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs.