Boltinn rúllar á Fellavelli

Í gærkvöldi fór fram fyrsti leikur Hattar á leiktímabilinu í 1. deild kvenna. Leikurinn fór fram á nýja gervigrasvellinum í Fellabæ og er jafnframt fyrst leikurinn sem þar er leikinn í Íslandsmóti.

Gervigrasvöllurinn í Fellabæ þykir afar góður og eru leikmenn almennt ánægðir með hann. Gervigrasvöllurinn tekur álagið af Vilhjálmsvelli á vordögum.

Skemmst er frá því að segja að Hattarstelpur sigruðu lið Fjarðabyggðar – KFF/Leiknir 3-0. Hattarstelpur spiluðu boltanum mun betur á milli sín, áttu fleiri sendingar innan liðsins og sköpuðu sér þannig fleiri færi. Þær virtust einnig í betra líkamlegri þjálfun og úthaldi. Fyrsta mark leiksins skoraði Sonja Jóhannsdóttir, besti leikmaður Hattar í gær, um miðjan fyrri hálfleik með skalla. Markvörður Fjarðarbyggðar Þórdís Benediktsdóttir kom þá engum vörnum við. Í lok síðari hálfleiks bættu Hattarstelpur við tveimur mörkum. Kristín Vigfúsdóttir skoraði 2-0 og áður en yfir lauk skoraði Sonja Jóhannsdóttir sitt annað mark í leiknum 3-0.