Á fundi bæjarráðs Fljótsdalshéraðs 4. nóvember fór Björn Ingimarsson bæjarstjóri yfir fyrri umfjöllun og umræður varðandi sjúkraflug á Austurlandi. Fram kom hjá honum að einungis ein sjúkraflugvél er starfrækt á landinu, sem gerð er út frá Akureyri. Í ljósi þess er augljóst að upp getur komið mjög alvarleg staða, ef útköll koma á sama tíma á mismunandi landsvæðum.
Málið var einnig til umfjöllunar á fundi bæjarstjórnar 6. nóvember og þar var eftirfarandi bókun gerð:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs tekur undir með bæjarráði og áréttar að brýnt er að komið verði upp aðstöðu fyrir hluta útgerðar þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar á Egilsstaðaflugvelli eða að þar verði staðsett sérstök sjúkraþyrla til að sinna bráðatilfellum á þessu landsvæði. Bæjarstjórn leggur áherslu á að mótuð verði sem fyrst framtíðarstefna í sjúkraflutningum.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.