Í bókun bæjarstjórnar koma fram hörð mótmæli gegn niðurskurðartillögum útvarpsstjóra sem gengu meðal annars út á að hætta svæðisbundnum útsendingum Ríkisútvarpsins á landsbyggðinni og skoraði bæjarstjórn á að sú ákvörðun yrði endurskoðuð. Bæjarstjórn segist í bókuninni sýna því skilning að á tímum sem þessum þurfi að taka erfiðar ákvarðanir en bendir hins vegar á að Ríkisútvarpið hafi ríka skyldu til þess að þjónusta alla landsmenn. Svæðisbundnar útsendingar hafi sannað gildi sitt á undanförnum árum og fréttaflutningur af landsbyggðinni sé mikilvægur sem og kynning á menningarstarfi þar og mannlífi. Bæjarstjórn bendir á að það sé mikil afturför og veruleg skerðing á þjónustu að hætta útsendingum. Svæðisútvarpið hafi aflað verulegra auglýsingatekna með útsendingum sínum og því sé þessi ákvörðun lítt skiljanleg sem sparnaðaraðgerð. Bæjarstjórn kallar svo eftir enn frekari rökum og útreikningum á því hversu ákvörðun þessi muni skila í beinum niðurskurði Ríkisútvarpsins. Að lokum segir bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs að þau telji að þessi ákvörðun hafi verið fljótfærnisleg og komi einungis til með að veikja stofnunina.
Í gær, 4. desember, tilkynnti útvarpsstjóri Páll Magnússon að Ríkisútvarpið ohf. hefði ákveðið að draga til baka áform um að leggja af svæðisbundnar útsendingar frá Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði. Hann hafði á orði að síðustu daga hefðu fjölmargir hollvinir svæðisútvarpana hvatt til þess að ekki yrði gripið til þessara sparnaðaraðgerða. Einnig kom fram í máli hans að engin þeirra ráðstafana sem gripið hafi verið til vegna niðurskurðar hefði fengið eins sterk viðbrögð og hugmyndin um að leggja útsendingar svæðisútvarpana niður.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.