Bókamarkaðurinn hefst á miðvikudag

Verið er að setja upp árlegan bókamarkað Félags íslenskra bókaútgefanda á Egilsstöðum. Markaðurinn verður opnaður á miðvikudag klukkan 11.

30 bretti af bókum komu frá Akureyri og von er á viðbót frá Reykjavík. Fjöldi fólks vann um helgina við að taka bækur upp úr kössum og raða þeim upp og er myndin frá því verkefni.

Bókamarkaðurinn verður opinn frá 11 til 18 alla daga frá 18. apríl til og með 29. apríl að Fagradalsbraut 25.