- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Á Íslandsmeistarmóti í skógarhöggi sem fram fór í Hallormsstaðaskógi í dag í blíðskaparveðri sigraði Bjarki Sigurðsson, starfmaður Skógræktarinnar, eftir harða keppni.
Fjöldi manns mætti í skóginn og naut veðurblíðunnar og þess sem í boði var, hinn eini sanni Magni spilaði og söng, þreytt var skógarhlaup, skátarnir voru með skógarþrautir fyrir unga og aldna og boðið var upp á heilsteikt naut, pylsur og ketilkaffi og lummur að hætti skógarmanna.
Á myndinni sést sigurvegarinn með verðlaunin og tvo bikara, annar er farandbikar og hinn til eignar.