Bangsasýning í Safnahúsinu

Í tilefni af alþjóðlega bangsadeginum, sem er haldinn hátíðlegur 27. október ár hvert, hafa Minjasafn Austurlands og Bókasafn Héraðsbúa sett upp bangsasýningu. Sýningin er er á þriðju hæð Safnahússins fyrir framan bókasafnið og stendur til 17. nóvember.

Í fyrra voru bangsar og bangsasögur meginviðfangsefni sýningarinnar en í ár er margt fleira sýnt sem minnir á þessi krúttlegu leikföng. Í barnahorni bókasafnsins má einnig finna margbreytilegar bangsabækur.

Ýmsir heimamenn hafa lánað muni á sýninguna, bæði börn og fullorðnir. Starfsmenn safnanna þakka þeim  öllum fyrir framlagið og vona að sem flestir njóti sýningarinnar.