Bætt aðstaða fyrir ferðamenn á Egilsstöðum

Tekin hafa verið í notkun almenningssalerni á Egilsstöðum en þau eru í Egilsstaðastofu, Gestastofu Fljótsdalshéraðs, að Kaupvangi 17. Fljótsdalshérað setti fjármagn í uppbyggingu á þessari aðstöðu sem er hin ágætasta og leysir hún þann vanda sem hefur verið í bænum varðandi almenningssalerni.

Bílaplanið fyrir framan Egilsstaðastofu hefur verið malbikað og er ætlunin að fá fólksflutningabifreiðar og húsbíla til að leggja þar til að létta á mikilli umferð og troðfullum bílastæðum í miðbæ Egilsstaða.

Egilsstaðastofa, Gestastofa Fljótsdalshéraðs, er opin alla daga til 31. ágúst á milli kl 7.00 og 23.00. Þar er hægt að nálgast nýjan Egilsstaðabækling og þar er „viðburðaveggur“ sem hægt er að hengja upp plaköt með upplýsingum um viðburði og annað sem óskað er að koma á framfæri við ferðamenn.