Bækur sem tala

Nokkur af almenningsbókasöfnunum á Austurlandi fengu styrk úr Samfélagssjóði Alcoa í vor til kaupa á hljóðbókum sem sárlega hefur vantað á söfnin.
Fyrsti skammturinn af bókunum kom austur í liðinni viku og voru þær afhentar á haustfundi Austfirskrar upplýsingar föstudaginn 17.október.

Á myndinni má sjá Júlíu og Sigurlaugu, sérlegar hjálparhellur á Bókasafni Héraðsbúa, taka upp úr kassa frá Hljóðbókaklúbbnum og merkja diskana.