Á fundi bæjarráðs Fljótsdalshéraðs þann 23. febrúar 2015 var eftirfarandi bókun gerð varðandi samráðshóp um innanlandsflugvöll.
Bæjarráð tekur heils hugar undir bókun bæjarstjórnar Akureyrarbæjar frá 17. febrúar sl., varðandi vinnubrögð Reykjavíkurborgar í tengslum við málefni Reykjavíkurflugvallar og fyrirhugaðar framkvæmdir á Hlíðarendasvæði, sem hafa munu verulega áhrif á notagildi flugvallarins. Jafnframt ítrekar bæjarráð þau sjónarmið sveitarfélagsins sem. m.a. hafa komið fram í athugasemdum við aðalskipulag Reykjavikurborgar sem samþykktar voru á fundi bæjarstjórnar 04.09. 2013.
Ítrekuð er áskorun til borgarfulltrúa Reykjavíkur um að gefa svokallaðri "Rögnunefnd" svigrúm til að ljúka vinnu sinni, áður en framkvæmdaleyfi verður gefið út.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.