Austurlandsmót í fimleikum á laugardag

Á laugardaginn verður haldið árlegt Austurlandsmót í fimleikum í íþróttahúsinu á Egilsstöðum.

Dagskráin er eftirfarandi:

12.00 Almenn upphitun
12.20 Upphitun á áhöldum
14.15 Innmars
14.20 Keppni hefst
16.10 Mótslok

Þjálfarinn æskir þess að allir keppendur séu mættir a.m.k. 10 mínútum fyrir 12 því upphitun byrjar nákvæmlega klukkan 12. Keppendur eiga að vera svörtum leggings og í fimleikabolum ef þeir eiga. Farið er fram á síðhærðar stúlkur séu hnút í hárinu (setja í hátt tagl, flétta og rúlla svo upp í hnút) en stúlkur með styttra hár eiga að taka það frá andliti. Foreldrar þurfa að greiða keppnisgjald 1.500 kr á staðnum - það verður einhver úr stjórn í anddyrinu í íþróttahúsinu sem tekur við keppnisgjaldinu.

Fimleikadeild Hattar hefur staðið sig vel undanfarið, mættu m.a. á RIG, alþjóðlega leika sem haldnir eru í janúar ár hvert af Íþróttabandalagi Reykjavíkur og ÍSÍ. Úrslitin frá leikunum sem haldnir voru sunnudaginn 26. janúar í Laugardalshöll má sjá hér.

Fimleikadeildin keppir nú í fyrsta skipti í meistaradeildinni.

Þá má nefna að þrír iðkendur frá Hetti voru á landsliðsæfingu í vikunni. Það var sú síðasta af þremur úrtaksæfingum og sú erfiðasta. Eftir tvær vikur kemur í ljós hvort þau hafa náð inn í æfingarhóp fyrir EM 2014.