Austurlandið þitt – endurskoðun sóknaráætlunar

Framundan er árleg vinna við endurskoðun sóknaráætlunar Austurlands og að venju eru allir íbúar hvattir til að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni. Haldnir verða þrír fundir sem hverfast um meginkafla sóknaráætlunar; lýðfræði og mannauð, atvinnu og nýsköpun og mennta- og menningarmál. Láttu sjá þig og hafðu áhrif á framtíð þína!

Menning á Austurlandi. 30. mars kl. 16.30. Herðubreið, Seyðisfirði.
Lýðfræði og mannauður. 5. apríl kl. 16.00. Vonarland, Egilsstöðum.
Atvinna og nýsköpun. 6. apríl kl. 16.30. Fróðleiksmolinn, Reyðarfirði.