Ferðaþjónustufyrirtækið Austurför hlaut fyrir skömmu styrk úr Tækniþróunarsjóði til að markaðssetja vefinn traveleast.is. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir markmiðið að byggja upp öfluga ferðaskrifstofu sem auglýst geti Austurland undir einu nafni.
Austurför sótti um tíu milljóna króna styrk. Endanleg upphæð verður ákveðin þegar skrifað er undir samning á milli þeirra og RANNÍS, sem heldur utan um sjóðinn, en búast má við að upphæðin verði nokkurn vegin sú sem sótt var um.
Í viðtali við vefblaðið Austurfrétt segir Heiður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Austurfarar, að þær ætli svo sannarlega að koma koma Austurlandi á kortið. Markmið þeirra hafi alltaf verið að verða umfangsmesta ferða- og viðburðaskrifstofa Austurlands með því að markaðssetja Austurland undir einu nafni.
Hjá Austurför starfa þrjár konur í 2,5 stöðugildi, en vonast er til að það breytist með auknum umsvifum á árinu. Auk Heiðar vinna hjá fyrirtækinu þær Magnfríður Ólöf Pétursdóttir markaðsstjóri og Ingibjörg Jónsdóttir verkefnastjóri. Fyrirtækið er í eigu þeirra Heiðar og Magnfríðar, þær eru báðar aðfluttar, en ástin dró þær austur.
Fréttina og viðtalið á Austurfrétt má sjá hér. Myndin sem fylgir fréttinni er tekin af Facebooksíðu fyrirtækisins.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.