- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Austurbrú ses. auglýsir eftir umsóknum um styrki sem veittir verða fyrir árið 2014. Annarsvegar eru það verkefnastyrkir til menningarstarfs á Austurlandi, hinsvegar stofn- og rekstrarstyrkir til menningarmála (styrkir sem Alþingi veitti áður).
Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Austurlandi.
Umsóknarfrestur er til og með fimmtudeginum 12. desember 2013 og fer úthlutun fram í upphafi árs 2014. Upplýsingar um styrkina má sjá á vef Austurbrúar eða hér. Allar nánari upplýsingar er hægt að fá með því að senda tölvupóst á menning@austurbru.is og hjá Signýju Ormarsdóttur, menningarfulltrúa Austurbrúar, í síma 470-3800, 860-2983.
Menningarfulltrúi Austurbrúar verður með viðveru víða um Austurland áður en umsóknarfrestur rennur út og veitir ráðgjöf við gerð umsókna.
Viðtalstímarnir verða sem hér segir:
Fljótsdalshérað
18. nóvember kl. 13.00 - 16.00 Skrifstofu Austurbrúar Miðvangi 2-4 Egilsstöðum
Borgarfjörður
20. nóvember kl. 13.00 - 15.00 Hreppsstofa
Seyðisfjörður
25. nóvember kl. 13.00 - 17.00 Hafnargata 28,(Silfurhöllin) húsnæði Austurbrúar
Djúpivogur
27. nóvember kl. 14.00 - 17.00 Hreppsskrifstofa Bakki 1
Breiðdalsvík
28. nóvember kl. 10.00 - 12.00 Hreppsskrifstofa, grunnskólanum
Fjarðabyggð
28. nóvember kl. 13.00 - 15.00 Grunnskólinn á Stöðvarfirði
28. nóvember kl. 15.30 - 17.00 Kaffi Sumarlína, Fáskrúðsfirði
Fjarðabyggð
2. desember kl. 10.00 - 13.00 Kreml húsnæði Austurbrúar Egilsbraut 11, Neskaupstað
2. desember kl. 14.00 - 16.00 Kirkju- og menningarmiðst. Eskifirði
Fljótsdalshreppur
3. desember kl. 14.00 - 16.00 Végarði
Fjarðabyggð
4. desember kl. 10.00 - 12.00 Fróðleiks molanum, Reyðarfirði
Vopnafjörður
5. desember kl. 11.00 - 14.00 Kaupvangi
Fljótsdalshérað
6. desember kl. 10.00 - 15.00 Skrifstofu Austurbrúar Miðvangi 2-4 Egilsstöðum
Einnig er hægt að óska eftir viðtölum á öðrum tímum. Skrifstofa menningarfulltrúa
er að Miðvangi 2-4, 3. hæð, Egilsstöðum. Sími 470-3800 og 860-2983.