- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Austfirsk hönnunarverkefni fengu nýverið styrk úr launasjóði hönnuða við úthlutun listamannalauna.
Samstarfsverkefnið IIIF var meðal þeirra sem fékk styrk en hönnun þess gengur út á að nýta austfirskt hráefni til framleiðslu á tískuvörum.
Að baki IIIF standa Sigrún Halla Unnarsdóttir, Elísabet Agla Stefánsdóttir og franski vöruhönnuðurinn Thibaut Allgayer. Þau fengu 6 mánaða styrk úr launasjóði hönnuða.
Fyrsta vörulína þeirra var kynnt í haust en í henni voru töskur og skart úr hreindýraafurðum framleidd af einyrkjum á Austurlandi.
Þá fékk grafíski hönnuðurinn Guðmundur Ingi Úlfarsson tveggja mánaða styrk úr launasjóði hönnuða.
Alls bárust 49 umsóknir í launasjóð hönnuða,- 29 einstaklingsumsóknir, 11 umsóknir um samstarfsverkefni í launasjóðinn og 9 umsóknir í launasjóð hönnuða og aðra sjóði. Hér má sjá fréttatilkynningu frá stjórn listamannalauna og allar úthlutanir.