Austfirskar Krásir, klasasamstarf matvælaframleiðenda, veitingastaða og mataráhugafólks á Austurlandi, blása til viðburðar á Hótel Héraði fimmtudaginn 16. maí. Á Matvæladeginum munu matvælaframleiðendur Austurlands kynna sig og sínar afurðir. Boðið verður upp á léttar veitingar í anda fjórðungsins sem geta gefið gestum hugmyndir um notkun á austfirsku hráefni.
Boðinu er beint til innkaupaaðila stofnana og fyrirtækja mötuneyta), ferðaþjónustuaðila og veitingahúsa. Nú fer í hönd ferðamannatími þar sem matur getur og á að gegna lykilhlutverki í upplifun ferðamannsins á Austurlandi. Viðburðinum er ætlað að vekja athygli fyrirtækja og stofnana á því framboði matvæla sem í boði er á Austurlandi.
Dagskráin er sem hér segir:
16.00 Húsið opnar
17.00 Opnun - Eygló Björk Ólafsdóttir, formaður Austfirskra Krása
17.10 Matur í upplifun ferðamannsins - erindi frá Nýsköpunarmiðstöð
17.30 19.00 Kynning matvælaframleiðenda á Austurlandi
Austfirskar Krásir hvetja veitingahús á svæðinu til þess að vekja athygli á austfirsku hráefni á matseðlum sínum í tengslum við Matvæladaginn.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.