Austfirskar krásir á matvæladegi

Austfirskar Krásir, klasasamstarf matvælaframleiðenda, veitingastaða og mataráhugafólks á Austurlandi, blása til viðburðar á Hótel Héraði fimmtudaginn 16. maí. Á Matvæladeginum munu matvælaframleiðendur Austurlands kynna sig og sínar afurðir. Boðið verður upp á léttar veitingar í anda fjórðungsins sem geta gefið gestum hugmyndir um notkun á austfirsku hráefni.
Boðinu er beint til innkaupaaðila stofnana og fyrirtækja mötuneyta), ferðaþjónustuaðila og veitingahúsa. Nú fer í hönd ferðamannatími þar sem matur getur og á að gegna lykilhlutverki í upplifun ferðamannsins á Austurlandi. Viðburðinum er ætlað að vekja athygli fyrirtækja og stofnana á því framboði matvæla sem í boði er á Austurlandi.

Dagskráin er sem hér segir:

16.00 Húsið opnar
17.00 Opnun - Eygló Björk Ólafsdóttir, formaður Austfirskra Krása
17.10 Matur í upplifun ferðamannsins - erindi frá Nýsköpunarmiðstöð
17.30 – 19.00 Kynning matvælaframleiðenda á Austurlandi

Austfirskar Krásir hvetja veitingahús á svæðinu til þess að vekja athygli á austfirsku hráefni á matseðlum sínum í tengslum við Matvæladaginn.