Félag áhugamanna um Hrafnkelssögu og sögutengda ferðaþjónustu á Héraði heldur aukaaðalfund miðvikudaginn 30. apríl klukkan 20 á Bókasafni Héraðsbúa.
Á dagskrá fundarins verða auk hefðbundinna aðalfundarstarfa ræddar breytingar á nafni og samþykktum félagsins. Vegna óska um spennandi samstarf á Austurlandi leggur stjórnin fram tillögur um að félagið breyti nafni sínu til að takmarka sig hvorki við Fljótsdalshérað eða miðaldir. Nánari upplýsingar má sjá á vefnum hrafnkelssaga.is.
Félagar og allir áhugasamir um sögu Austurlands og sögutengda ferðaþjónustu eru hvattir til að mæta á fundinn. Tekið skal fram að það er komin lyfta í Safnahúsið þannig að allir eiga að komast á fundinn á bókasafninu.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.