- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Félag áhugamanna um Hrafnkelssögu og sögutengda ferðaþjónustu á Héraði heldur aukaaðalfund miðvikudaginn 30. apríl klukkan 20 á Bókasafni Héraðsbúa.
Á dagskrá fundarins verða auk hefðbundinna aðalfundarstarfa ræddar breytingar á nafni og samþykktum félagsins. Vegna óska um spennandi samstarf á Austurlandi leggur stjórnin fram tillögur um að félagið breyti nafni sínu til að takmarka sig hvorki við Fljótsdalshérað eða miðaldir. Nánari upplýsingar má sjá á vefnum hrafnkelssaga.is.
Félagar og allir áhugasamir um sögu Austurlands og sögutengda ferðaþjónustu eru hvattir til að mæta á fundinn. Tekið skal fram að það er komin lyfta í Safnahúsið þannig að allir eiga að komast á fundinn á bókasafninu.