Auglýst er eftir framkvæmdastjóra Ormsteitis

Hlutverk framkvæmdastjóra Ormsteitis – Héraðshátíðar er m.a. að skipuleggja og stýra hátíðinni í samvinnu við ýmsa aðila og vinna að fjármögnun hennar. Um hlutastarf er að ræða en viðkomandi þarf að geta sinnt því af og til frá vormánuðum og í fullu starfi í ágúst. Starfið gæti hugsanlega einnig hentað tveimur samhentum einstaklingum.

Framkvæmdastjóri Ormsteitis þarf að vera hugmyndaríkur og útsjónarsamur og hafa brennandi áhuga á að gera veg hátíðarinnar sem mestan. Hann þarf að eiga auðvelt með að vinna með fólki. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af stjórnun viðburða.

Umsóknarfrestur er til  21. mars 2014. Umsóknum skal skilað til: Stjórn Ormsteitis, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir eða á netfangið  ormsteiti@ormsteiti.is 

Nánari upplýsingar veitir atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi Fljótsdalshéraðs, f.h. stjórnar Ormsteitis, í síma 4 700 700.