Laus er til umsóknar staða forstöðumanns íþróttamiðstöðvar á Fljótsdalshéraði. Forstöðumaður ber ábyrgð á íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum og íþróttahúsinu í Fellabæ.
Hæfniskröfur: Færni í mannlegum samskiptum, metnaður og frumkvæði.
Rekstrarþekking og reynsla af stjórnun mikilvæg svo og reynsla sem nýtist til viðhalds tækjabúnaðar íþróttamannvirkja. Reynsla af notkun Office forrita og aðgangskerfa mikilvæg.
Þarf að standast námskeið í björgun og skyndihjálp og sundpróf fyrir laugarverði.
Starfið getur hentað jafnt konum sem körlum.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Fosa og LN.
Allar frekari upplýsingar veitir Óðinn Gunnar Óðinsson, atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi, í síma 860 2905 eða á netfanginu odinn@egilsstadir.is.
Umsóknarfrestur er til og með 10. nóvember 2014.
Umsóknir berist á skrifstofu Fljótsdalshéraðs, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir eða á netfangið odinn@egilsstadir.is.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.