Auglýstir eru til umsóknar styrkir úr Atvinnumálasjóði Fljótsdalshéraðs, með umsóknarfresti til og með 16. janúar 2019.
Markmið sjóðsins er að efla atvinnutengda starfsemi og búsetu á Fljótsdalshéraði og er honum ætlað að ná tilgangi sínum m.a. með því að veita styrki til verkefna einstaklinga, fyrirtækja og stofnana er lúta að atvinnusköpun og atvinnuþróun, hagnýtum rannsóknum og framþróun annarra samfélagsþátta sem áhrif geta haft á atvinnustarfsemi og búsetu í sveitarfélaginu.
Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér úthlutunarreglur hér á heimasíðu Fljótsdalshéraðs.
Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð fyrir sjóðinn hér, á heimasíðu sveitarfélagsins, eða fá þau afhent á skrifstofu þess.
Umsóknarfrestur er til og með 16. janúar 2019 en umsóknum skal skila á skrifstofu Fljótsdalshéraðs að Lyngási 12, Egilsstöðum, merkt Atvinnumálasjóður eða á netfangið fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.