Auglýst eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna

Auglýst eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna á Fljótsdalshéraði sem veitt verða á Ormsteiti í ágúst.

Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkti bæjarráð Fljótsdalshérað að veitt verði árleg umhverfisviðurkenning í sveitarfélaginu. Viðurkenning er veitt þeim sem þótt hafa skarað fram úr í frágangi viðhaldi umhverfis og húsa. Viðurkenningin er hugsuð sem hvatning til íbúa til að huga að sínu nánasta umhverfi m.a. í aðdraganda að 70 ára afmæli þéttbýlisins á Egilsstöðum, sem verður á næsta ári.

Lagt er til að veita viðurkenningar í eftirfarandi flokkum:

  •  - Snyrtilegasta lóðin, íbúðarsvæði.
  • - Snyrtilegasta lóðin, atvinnusvæði.
  • - Snyrtilegasta gatan í þéttbýli.
  • - Snyrtilegasta jörðin í ábúð.

Bæjarráð samþykkti að tvær þriggja manna dómnefndir verði skipaðar, önnur fyrir þéttbýli og hin fyrir dreifbýli.

Jafnframt var samþykkt að auglýst verði eftir tilnefningum varðandi ofangreinda flokka og skulu þær berast á bæjarskrifstofurnar fyrir 1. ágúst 2016 og vera merktar umhverfisviðurkenning 2016.