Auglýst eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna á Fljótsdalshéraði sem veitt verða á Ormsteiti í ágúst.
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkti bæjarráð Fljótsdalshérað að veitt verði árleg umhverfisviðurkenning í sveitarfélaginu. Viðurkenning er veitt þeim sem þótt hafa skarað fram úr í frágangi viðhaldi umhverfis og húsa. Viðurkenningin er hugsuð sem hvatning til íbúa til að huga að sínu nánasta umhverfi m.a. í aðdraganda að 70 ára afmæli þéttbýlisins á Egilsstöðum, sem verður á næsta ári.
Lagt er til að veita viðurkenningar í eftirfarandi flokkum:
Bæjarráð samþykkti að tvær þriggja manna dómnefndir verði skipaðar, önnur fyrir þéttbýli og hin fyrir dreifbýli.
Jafnframt var samþykkt að auglýst verði eftir tilnefningum varðandi ofangreinda flokka og skulu þær berast á bæjarskrifstofurnar fyrir 1. ágúst 2016 og vera merktar umhverfisviðurkenning 2016.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.