- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Leitað er eftir dugmiklum einstaklingi til að takast á við krefjandi verkefni.
Helstu verkefni:
Yfirumsjón með rekstri sveitarfélagsins
Yfirumsjón með skipulagi og virkni stjórnsýslu sveitarfélagsins
Stefnumótun og áætlanagerð
Náið samstarf við bæjarstjórn, undirbúningur og upplýsingagjöf á fundum bæjarstjórnar og bæjarráðs
Ábyrgð á framkvæmd ákvarðana bæjarstjórnar
Samskipti við stofnanir, samtök, fyrirtæki og íbúa
Hæfniskröfur:
Hæfni í mannlegum samskiptum
Reynsla af stjórnun og rekstri
Reynsla af störfum á sveitarstjórnarstigi er æskileg
Þekking eða reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu er kostur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur en ekki skilyrði
Umsóknum ber að skila til skrifstofu sveitarfélagsins að Lyngási 12, 700 Egilsstöðum, merkt Bæjarstjóri, eigi síðar en 24. júní. Einnig má senda þær rafrænt á netfangið: starfsumsokn@egilsstadir.is . Umsóknum eiga að fylgja ítarlegar starfsferilskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Með umsóknargögn verður farið sem trúnaðarmál og þeim skilað að loknu ráðningarferli.
Upplýsingar um starfið veita Stefán Bogi Sveinsson, stefanbogi@egilsstadir.is s. 694-5211 og Gunnar Jónsson, gunnarj@egilsstadir.is s. 860-2880.