Auglýst eftir aðstoðarleikskólastjora á Tjarnarskóg

Fljótsdalshérað auglýsir lausa til umsóknar stöðu aðstoðarleikskólastjóra í leikskólanum Tjarnaskógi á Egilsstöðum.

Í Tjarnarskógi eru 174 börn á tveimur starfsstöðvum Tjarnalandi og Skógarlandi. Tjarnarskógur byggir starf sitt á fjölgreindarkenningum Gardners. Gildi skólans eru gleði, virðing, samvinna og fagmennska. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að taka þátt í að stjórna og leiða gott faglegt starf í lýðræðislegu skólaumhverfi. Á Tjarnarskógi leggjum við áherslu á samvinnu, nýtingu mannauðs og skapandi lausnaleit. Jákvæðni og lipurð í samskiptum eru eiginleikar sem við metum mikils.

Starfsvið:
• Aðstoðarleikskólastjóri er aðstoðarmaður leikskólastjóra og ber ásamt honum ábyrgð á rekstri og faglegu starfi leikskólans.
• Er staðgengill í fjarveru leikskólastjóra og starfar þá samkvæmt starfslýsingu hans.
• Vinnur ásamt leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu uppeldisstarfsins.
• Sinnir þeim verkefnum sem varðar stjórnun leikskólans sem yfirmaður felur honum hverju sinni.

Menntun, reynsla og hæfni:
• Leikskólakennaramenntun er skilyrði
• Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar menntastofnana æskileg
• Stjórnunarreynsla í leikskóla mikilvæg
• Færni í samskiptum
• Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
• Góð tölvu- og íslenskukunnátta.
Hæfniskröfur byggja á 10. gr. laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 87/2008. Laun skv. kjarasamningi Félags stjórnenda í leikskólum og launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Upplýsingar veitir Sigríður Herdís Pálsdóttir leikskólastjóri, í síma 854 4585 eða á netfanginu sigridurp@egilsstadir.is

Umsóknir um stöðuna skulu berast til Leikskólans Tjarnarskógs Skógarlöndum 5, 700 Egilsstaðir eða á ofangreint netfang í síðasta lagi 20. maí nk. Umsókninni skal fylgja greinargott yfirlit yfir störf umsækjanda og menntun, stjórnunarreynslu og hver þau verkefni eru sem hann hefur unnið við og varpað geta ljósi á færni hans til að sinna stjórnunarstarfi.