Auglýsing um kjörskrár og kjörstaði

Auglýsing um kjörskrár og kjörstaði vegna sveitarstjórnarkosninga og kosninga til heimastjórna í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar, sem fram fara þann 19. september 2020.

Kjörskrár vegna ofangreindra sveitarstjórnar- og heimastjórnarkosninga sem fram fara laugardaginn 19. september 2020, munu liggja frammi almenningi til sýnis á skrifstofum hvers þeirra sveitarfélaga sem mynda hið nýja sveitarfélag á opnunartíma hverrar skrifstofu, ekki síðar en miðvikudaginn 9. september 2020 til og með föstudeginum 18. september 2020. Kjörskránni er skipt upp á hvert hinna eldri sveitarfélaga, þannig og kjósendur eru skráðir á kjörskrá þar sem þeir áttu skráð lögheimili þremur vikum fyrir kjördag, þ.e. þann 29. ágúst sl.


Athygli er vakin á því að kjósendur geta á einfaldan hátt kannað skráningu sína á kjörskrá með því að fara inn á vef Þjóðskrár : https://skra.is/ Á forsíðu kemur upp hlekkur/mynd „Kosningar Austurlandi“. Þegar smellt er á þann hlekk kemur upp textinn „Hvar á ég að kjósa?“ Smellt er á þann hlekk og þá birtist mynd „Sveitarstjórnarkosningar í sameinuðu sveitarfélagi.“ Þar slær viðkomandi inn kennitölu sína og þá birtast upplýsingar hvar hann er á kjörskrá og í hvaða kjördeild. Sömu upplýsingar er einnig hægt að nálgast á vefslóðinni; https://svausturland.is/

Óskum um leiðréttingar á kjörskrá skal komið á framfæri við viðkomandi sveitarstjórnarskrifstofu eins fljótt og unnt er. Tekið skal fram að óheimilt er að breyta kjörskrá ef tilkynning um nýtt lögheimili hafði ekki borist Þjóðskrá fyrir 29. ágúst 2020.

Kjörgengir til heimarstjórnar eru allir íbúar á kjörskrá í hinu sameinaða sveitarfélagi, hver skv. kjörskrá í sinni „heimasveit“, þ.e í hverju hinna eldri sveitarfélaga. Hver kjósandi kýs einn aðalmann í heimastjórn af kjörskrá í sinni „heimasveit“. Kjósandi skrifar á sérstakan kjörseðil fullt nafn og heimilisfang þess sem hann kýs. Til þess að fyrirbyggja tafir við atkvæðagreiðslu eru kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér, áður en komið er á kjörstað, hvert er heimilisfang þess er hann hyggst kjósa í heimastjórn. Á vefslóðinn; https://svausturland.is/ er að finna nánari upplýsingar um heimastjórnir og sýnishorn af kjörseðli til heimastjórnar auk annars efnis er kosningarnar varðar.

Kjörstaðir við sveitarstjórnar- og heimastjórnarkosningarnar þann 19. september verða sem hér segir:
Borgarfjörður eystri: Hreppstofan Borgarfirði. Frá klukkan 09:00 til klukkan 17:00
Djúpivogur: Tryggvabúð Djúpavogi. Frá klukkan 10:00 til klukkan 18:00
Fljótsdalshérað: Menntaskólinn á Egilstöðum. Frá klukkan 09:00 til klukkan 22:00
Seyðisfjörður: Íþróttamiðstöðin á Seyðisfirði. Frá klukkan 10:00 til klukkan 22:00

Kjördeildir við sveitarstjórnarkosningarnar verða fimm talsins, tvær á Egilsstöðum vegna Fljótsdalshéraðs en ein í hverju hinna þriggja sveitarfélaganna. Kjördeildirnar á Fljótsdalshéraði skiptast þannig: Í kjördeild nr. 1 verða íbúar á Egilsstöðum sem búa við götur, hverra nöfn byrja á bókstafnum A til og með bókstafnum R. Í kjördeild 2 verða íbúar á Egilsstöðum sem búa við götur hverra nöfn byrja á bókstafnum S – Ö, íbúar í Fellabæ, Eiðum og Hallormsstað og íbúar í dreifbýli á Fljótsdalshéraði.

Kjósendur eru minntir á að hafa persónuskilríki sín tiltæk á kjörstað.

Á kjördag, meðan atkvæðagreiðsla stendur yfir, mun yfirkjörstjórn hafa aðsetur sitt á kjörstað í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Sími yfirkjörstjórnar á kjördag er 669-7982, tölvupóstfang: kjorstjorn@me.is

Talning atkvæða fer fram í Menntaskólanum á Egilsstöðum og hefst að kjörfundi loknum.

Yfirkjörstjórn Fljótsdalshéraðs 7. september 2020.

Bjarni G Björgvinsson, Ásdís Þórðardóttir, Björn Aðalsteinsson.