Atvinnuuppbygging í anda sjálfbærra þróunar

Haldinn verður opinn fundur af atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs á Hótel Héraði, fimmtudaginn 19. mars og hefst hann kl. 16.30. Leo Christensen, atvinnumálafulltrúi Lolland kommune í Danmörk fjallar þar um atvinnuuppbyggingu í anda sjálfbærrar þróunar.

Umræður hafa verið áberandi undanfarin misseri um nýjar áherslur í atvinnuuppbyggingu á Íslandi. Það er fólk sem vill halda því fram að umhverfisáherslur ættu að vera kjarninn í því uppbyggingastarfi sem framundan er. Þá er mikilvægt að líta til reynslu annarra af mótun nýrra atvinnutækifæra.
Gestur fundarins, Leo Christensen hefur undanfarin 10 ár unnið við að finna nýjar leiðir í atvinnumálum í sveitarfélaginu Lollan kommune í Danmörku. Þegar hann hóf störf þá var um 20% atvinnuleysi á svæðinu og var svæðið talið tilheyra fátækasta hluta Danmerkur. Stjórnendur sveitarfélagsins ákváðu að gera allt til þess að snúa dæminu við og skapa ný atvinnutækifæri með sérstakri áherslu á vistvæna orkugjafa. Þessi ákvörðun varð til þess að nýr iðnaður skapaðist á svæðinu, ný störf urðu til og í dag er atvinnuleysi aðeins um 3%.
Starf Leo Christensen hefur vakið mikla athygli um allan heim og hefur meðal annars verið fjallað um um störf hans í New York Times. Í erindi Leo kemur hann til með að fjalla um hvernig honum og samstarfsfólki hans tókst að skapa ný atvinnutækifæri með sérstakri áherslu á vistvæna orkugjafa og umhverfisvæna tækni.
Erindið verður flutt á ensku en ágrip af því verður flutt á íslensku.
Það eru allir velkomnir.