Atvinnusýningin undirbúin

Undirbúningur atvinnulífssýningar, sem fram fer dagana 18. og 19. ágúst í Egilsstaðaskóla, er að komast á fullt skrið. Alls hafa rúmlega 60 fyrirtæki og stofnanir staðfest þátttöku á sýningunni en gera má ráð fyrir að þeim eigi eitthvað eftir að fjölga. Sýningin er haldin að frumkvæði atvinnumálanefndar Fljótsdalshéraðs og eru sýnendur fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar í sveitarfélaginu.
Markmiðið með sýningunni er m.a. að gefa fyrirtækjum og einstaklingum tækifæri til að kynna fyrir gestum og gangandi þær vörur sem er framleiddar á vegum þeirra eða þá þjónustu sem boðið er upp á, tengja betur saman atvinnulíf og íbúa svæðisins og sýna þann kraft og fjölbreytileika sem einkennir atvinnulífið á Fljótsdalshéraði. Ekki hvað síst er vonast eftir góðri þátttöku þeirra sem hafa komið að einhvers konar nýsköpun í starfi sínu og frumkvöðlastarfi eða eru með eigin framleiðslu , hvort sem er í formi vöruframleiðslu eða þjónustu.
Nánari upplýsingar um atvinnulífssýninguna er hægt að fá hjá starfsmanni hennar á netfangið atvinnusyning@egilsstadir.is  eða í síma 898 7432.