Atvinnulífssýning í bígerð á næsta ári

Í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár hefur atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs rætt hugmyndir og verkefni sem rétt er að skoða á næsta ári og misserum. Eitt af því sem stefnt er að á næsta ári er að halda atvinnulífssýningu í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum í júní á næsta ári. Þannig sýningar hafa verið haldnar á Egilsstöðum nokkrum sinnum áður og var sú síðasta haldinn 2004.

Strax í byrjun næsta árs mun því verða skipuð verkefnastjórn og ráðinn verkefnastjóri til að annast framkvæmd sýningarinnar. Þegar svona sýning er haldin er afar mikilvægt að vel takist til. Hugmyndir eru um að samhliða sýningarhaldinu verði haldin ráðstefna eða fundir um valin málefni sem tengjast atvinnulífi og byggðamálum. Allar hugmyndir eru vel þegnar, sérstaklega varðandi sýningarhaldið og hugsanlega fundi eða ráðstefnu því tengdu. Áhugasömum er bent á að hafa samband við atvinnumálafulltrúa, Þórarin Egil Sveinsson (thorarinn@egilsstadir.is ) eða formann atvinnumálanefndar, Gunnar Þór Sigurbjörnsson (gunnar.sigurbjornsson@sjova.is ).