Atlantsolía komin austur

Atlantsolía opnaði nýlega sjálfsafgreiðslustöð við Fagradalsbraut á Egilsstöðum. Með þessu því markmiði félagsins náð að geta þjónustað viðskiptavini á Austfjörðum sem og þá sem vilja getað farið hringinn í kringum landið á eldsneyti frá fyrirtækinu.

Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, opnaði stöðina formlega með því að dæla á tankinn á bíl Björgunarsveitarinnar Héraðs. Á myndinni sem er tekin af vefsíðu Atlantsolíu má sjá hann ásamt Kjartani Benediktssyni, formanni björgunarsveitarinnar.