Í sumar verður í gangi átaksverkefni í samstarfi Fljótsdalshéraðs , Vinnumiðlun Austurlands og Skógræktarfélag Austurlands. Ráðnir hafa verið sex starfsmenn til verkefnisins sem er á vegum Fljótsdalshéraðs, en Skógræktarfélag Austurlands sér um verkstjórn. Sinnt verður ýmsum umhirðuverkefnum, grisjun og almennri fegrun nokkurra valinna skógarreita sem eru á vegum Skógræktarfélagsins eða sveitarfélagsins. Má þar nefna svæði SKA í Eyjólfsstaðaskógi, Vémörk, skógarreiti við Brúarásskóla, á Kóreksstöðum og við Þinghöfða.
Það er því von aðstandenda verkefnisins að í lok sumars verði þessir reitir aðgengilegri gestum og gangandi og að þeir geti þar notið fagurs umhverfis í okkar rómuðu síðsumarsblíðu.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.