Átaksverkefni í umhirðu skógarsvæða

Í sumar verður í gangi átaksverkefni í samstarfi Fljótsdalshéraðs , Vinnumiðlun Austurlands og Skógræktarfélag Austurlands. Ráðnir hafa verið sex starfsmenn til verkefnisins sem er á vegum Fljótsdalshéraðs, en Skógræktarfélag Austurlands sér um verkstjórn. Sinnt verður ýmsum umhirðuverkefnum, grisjun og almennri fegrun nokkurra valinna skógarreita sem eru á vegum Skógræktarfélagsins eða sveitarfélagsins. Má þar nefna svæði SKA í Eyjólfsstaðaskógi, Vémörk, skógarreiti við Brúarásskóla, á Kóreksstöðum og  við Þinghöfða.

Það er því von aðstandenda verkefnisins að í lok sumars verði þessir reitir aðgengilegri gestum og gangandi og að þeir geti þar notið fagurs umhverfis í okkar rómuðu síðsumarsblíðu.