Á fundi bæjarstjórnar þann 6. mars sl. var tekið fyrir erindi frá Umhverfisstofnun um bætta umgengni og umhirðu lands til að fækka slysagildrum t.d. fyrir hreindýr.
Í framhaldi af því var gerð eftirfarandi bókun:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og héraðsnefnd og lýsir ánægju sinni yfir að vel hafi tekist til við að fækka slysagildrum fyrir hreindýr. Bæjarstjórn hvetur landeigendur og aðra línu- og girðingaeigendur til að hafa áfram vakandi auga fyrir og ráða bót á slysagildrum fyrir skepnur á landareignum sínum.
Bæjarstjórn vonast til þess að bændur og aðrir umráðamenn jarða og landareigna, eigendur og umsjónaraðilar rafmagns- og símalína, sem og allir þeir sem um landið ferðast, hugi að þessum málum og reyni eftir föngum að halda vel við línum og girðingum, en rífa þær ella.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.