Ársreikningur Fljótsdalshéraðs lagður fram

Ársreikningur Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2009 var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 21. apríl 2010. Samkvæmt sveitarstjórnalögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn og verður seinni umræðan í bæjarstjórn miðvikudaginn 5. maí næstkomandi.

Breytingar á reikningsskilaaðferðum

Í ársreikningi Fljótsdalshéraðs eru tekin inn tilmæli Reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga frá því í mars og apríl 2010 um meðferð leigusamninga fasteigna í bókhaldi sem og færslu á lóðum og lendum.   Reglur þessar taka þegar gildi og skal þeim beitt við reikningsskil sveitarfélaga fyrir árið 2010 með heimildarákvæði til að taka þau inn í ársreikning 2009 sem Fljótsdalshérað hefur þegar gert í framlögðum ársreikningi.  Þau sveitarfélög sem ekki nýta sér fyrrgreinda heimild við gerð ársreiknings 2009, skulu ljúka gerð upphafsefnahagsreiknings 1. janúar 2010 fyrir 30. júní 2010.

Rekstarafgangur 245 millj. kr.

Rekstarafgangur A og B hluta bæjarsjóðs fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam  245 millj. kr. sem er 30 millj. kr. betri niðurstaða en gert var ráð fyrir í samþykktri áætlun ársins 2009 og 197 millj. betri niðurstaða en á árinu 2008. 

Heildartekjur A og B hluta námu 2.436 millj. kr., þar af eru skatttekjur og framlög Jöfnunarsjóðs 1.758 millj. kr. og aðrar tekjur nema 674 millj. kr.  Tekjur eru því um 25 millj. kr. hærri en ráð var fyrir gert í fjárhagsáætlun ársins 2009.

Heildarútgjöld án afskrifta og fjármagnsliða námu 2.191 millj. kr. á árinu 2009 sem er um 6 millj. hærra en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.  Að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða nema heildarútgjöld  2.436 millj. kr. á árinu 2009 sem er um 92 millj. kr. hærra en samþykkt fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.

Bati á rekstri 175 millj. kr.

Rekstarafkoma fyrir fjármagnsliði er jákvæð á árinu 2009 um 67 millj. kr. samanborið við að vera neikvæð um 108 millj. kr. árinu 2008.   Batinn er því um 175 millj. kr. sem markast af stærstum hluta annarsvegar af meiri tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem var í samræmi við væntingar þar um og hinsvegar að verulegur árangur náðist í hagræðingu í almennum rekstri.

Ef bornir eru saman fjármagnsliðir á milli ára þá námu fjármagnsgjöld 483 millj. kr. á árinu 2009 á móti 696 millj. kr. á árinu 2008 sem er 213 millj. kr. lækkun.

Þegar tekið hefur verið tillit til afskrifta og fjármagnsliða nemur halli á rekstri samstæðu  sveitarfélagsins um 408 millj. kr.

Fljótsdalshérað fjármagnar framkvæmdir við Egilsstaðaskóla

Í forsendum fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009 sem samþykkt var endurskoðuð þann 16. júní 2009 var gert ráð fyrir að Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. myndi innleysa til sín eigi síðar en 1. ágúst 2009 áfallnar fjárfestingar Fasteignafélags Fljótdalshéraðs ehf í viðbyggingu við Egilsstaðaskóla.  Fasteignafélag Fljótsdalshéraðs er að fullu í eigu Fljótsdalshéraðs. Það varð ekki reyndin og niðurstaðan var á endanum sú að framkvæmdin og fjármögnun var alfarið á hendi Fljótsdalshéraðs. Það hafði töluverð áhrif á niðurstöðu fjármagnsliða á árinu 2009.  Nú hefur verið gengið frá fjármögnun þess verkefnis og að eignarhald verði á hendi Fljótdalshéraðs.

Fjárfestingar á árinu 2009 námu 1.184 millj. kr.  Þar af námu fjárfestingar A-hluta um 1.012 millj. kr.  Stærsta einstaka framkvæmdin er viðbygging Egilsstaðaskóla en þar nam heildarkostnaður um 793 millj. kr.  Fjárfestingar Hitaveitunnar námu 168 millj. kr. sem að langstærstum hluta er vegna nýrrar kaldavatnsveitu sem virkjuð var á árinu og lögð ný stofnæð.  Gatnaframkvæmdir námu nettó um 84 millj. kr.  Aðrar stærri framkvæmdir eru vegna uppbyggingar á nýju tjaldsvæði, bílastæði og lóð við Fellaskóla, fjárfestingar í tengslum við byggingu reiðhallar á Iðavöllum, frekari uppbygging á sorpmóttökustöð, hönnun viðbyggingar leikskólans Hádegishöfða í Fellabæ, deiliskipulagsgerð og síðan fjárfestingar vegna Sláturhússins -  Menningarseturs ehf.

Efnahagsreikningur 31.12.2009:

Helstu niðurstöður efnahagsreiknings eru samkvæmt töflum hér að neðan:

 

Í þús. kr.

A-hluti

A- og B hluti

Eignir:

2009

2008

2009

2008

Óefnislegar eignir

0

0

1.476

1.531

Varanlegir rekstarfjármunir

4.259.846

2.608.203

5.962.300

4.208.989

Áhættufjárm. og langt. kröfur

370.273

392.705

319.477

335.825

Veltufjármunir

719.599

844.582

384.091

599.762

Eignir samtals

5.349.718

3.845.490

6.667.344

5.146.107

 

Áhrif færslu leigðra fastafjármuna á milli áranna 2008 og 2009 nema  686 millj. kr. í hækkun varanlegra fastafjármuna eða 198 þús. kr. á íbúa.  Bókfærðar heildareignir hækka um 30% á milli ára.

Í þús. kr.

A-hluti

A- og B hluti

Eigið fé og skuldir:

2009

2008

2009

2008

Eigið fé 

240.897

983.124

19.179

906.456

Skuldbindingar

285.205

254.153

292.212

262.547

Langtímaskuldir

3.600.652

2.036.146

5.037.732

3.325.656

Skammtímaskuldir

1.222.965

592.067

1.318.221

654.449

Skuldir samtals

5.349.719

3.865.490

6.667.344

5.149.108

 

Áhrif færslu á skuldbindingu vegna leigðra fastafjármuna á milli áranna 2008 og 2009 nema 1.319 millj. kr. í hækkun langtímaskulda eða 380 þús. kr. á íbúa.  Heildarhækkun skulda og skuldbindinga nemur 57% á milli ára.

Skuldir og skuldbindingar nema í árslok 2009, 1.919 þús. kr. á íbúa í samstæðu A- og B hluta sem er í samræmi við áður opinberaða útgönguspá sem kynnt var með fjárhagsáætlun ársins 2010.  Skuldir og skuldbindingar sveitarsjóðs (A-hluti) nema 1.474 þús. kr. á hvern íbúa í árslok 2009 sem einnig er í samræmi við áður opinberaða útgönguspá sem kynnt var með fjárhagsáætlun ársins 2010.

Sjóðstreymi ársins 2009:

Í þús. kr.

A-hluti

A- og B hluti

Úr sjóðstreymi:

2009

Áætlun

2009

Áætlun

Niðurstaða ársins

-335.863

-282.314

-407.521

-340.491

 

Veltufé frá rekstri

5.418

-9.290

96.103

87.749

Handbært fé frá rekstri

90.556

-9.290

188.831

86.292

 

Fjárfestingarhreyfingar

-969.608

173.251

-1.161.907

37.651

Fjármögnunarhreyfingar

785.521

6.279

808.026

-35.131

 

 

 

 

Hækkun (lækkun á handbæru fé

-93.531

170.240

-165.050

88.812

 

Handbært fé frá rekstri A- og B hluta á árinu 2009 var jákvætt 189 millj. kr. samanborið við neikvætt handbært fé til rekstrar að fjárhæð 97 millj. kr. á árinu 2008 sem er bati um 286 millj. kr.  Handbært fé A- og B hluta nam 106 millj. kr. í árslok 2009.

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

Í ljósi hallareksturs á árinu 2008 hefur Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga verið með rekstur sveitarfélagsins til athugunar. Með bréfi sínu þann 13. apríl sl. tilkynnir nefndin að hún muni ekki aðhafast frekar í málinu. Ákvörðunin byggir á þeim gögnum sem sveitarfélagið hefur lagt fram þar sem m.a. er gert ráð fyrir viðsnúningi í rekstri og að afgangur verði af rekstrinum. Eftirlitsnefndin muni þó áfram fylgjast með framvindu rekstrar og fjárhagsáætlunar.

Fjárhagsáætlun 2010 - 2013

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti 3ja ára áætlun fyrir sveitarfélagið á fundi sínum þann 3. febrúar 2010 sem jafnframt var endurskoðun á fjárhagsáætlun fyrir árið 2010.  Þar er gert ráð fyrir jákvæðum rekstarafgangi öll árin 2010 til 2013 og að hann fari vaxandi.  Jafnfram var samþykkt að halda áfram að leita leiða til frekari hagræðingar í rekstri því mikilvægt er til lengri tíma að reksturinn skili afgangi.

Áhrif efnahagskreppunnar frá árinu 2008 hafa haft veruleg áhrif á tekjur sveitarfélagsins og var nefndum sveitarfélagsins falið að fara enn frekar ofan í reksturinn og leita leiða til hagræðingar.  Í stórum dráttum má segja að verulegur árangur hafi náðst. Á móti hefur tekjuhliðin haldist þar sem framlög Jöfnunarsjóðs hafa hækkað á móti lækkun útsvarstekna   Ekki þykir ráðlegt að gera ráð fyrir að niðurstaða fáist á árinu 2010 í málarekstur sveitarfélagsins þess efnis að vatnshlunnindi og stíflumannvirki vegna Kárahnjúkavirkjunar verði metin til fasteignamats og skili fasteignaskattstekjum. Það mál hefur nú verið í vinnslu  í um 8 ár.

Þar sem tekjur sveitarfélagsins af framlögum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga hafa verið verulega skertar undanfarin ár vegna mikilla tekna á liðnum árum er þess að vænta að framlögin hækki nokkuð á árinu 2010 vegna lækkunar meðaltekna sl. en muni ekki skila sér að fullu fyrr en árið 2011.  Sveitarfélagið hefur á árinu þurft að afskrifa áætlaðar tekjur vegna starfsmanna á virkjanasvæðinu um allt að 100 milljónir en sú upphæð hefur m.a. haft áhrif á lækkun á framlögum Jöfnunarsjóðs.

Í kjölfar efnahagshrunsins fyrir rúmu ári hafa fjármálin verið reglulega til umfjöllunar í bæjarráði og bæjarstjórn.  Fjármál hafa haft fastan dagskrárlið á bæjarráðsfundum og ýmislegt hefur áunnist í hagræðingu í rekstrinum.  Má þar nefna að rekstur málaflokka aðalsjóðs, án skatttekna,  hefur lækkað um tæpar 140 millj. kr. á milli upphaflegrar áætlunar 2009 og samþykktar áætlunar 2010.  Við endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009 sem samþykkt var í byrjun sumars það ár var farið í enn frekari hagræðingar og í framhaldi af því vann bæjarráð að því  með deildarstjórum og öðrum starfsmönnum að leita enn frekari hagræðingarmöguleika.  Til sumra var hægt að ganga strax,  aðrar aðgerðir þurftu sinn aðlögunartíma og eru að birtast í þeim tölum sem lagðar eru fram í fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 og síðar.  Þar vega aðgerðir í stóru málaflokkunum þyngst í krónutölu, þ.e. í fræðslumálum og  íþrótta- og æskulýðsmálum.

Allar aðgerðir fram að þessu hafa miðast við að viðhalda því þjónustustigi sem sveitarfélagið hefur boðið upp á undanfarin ár.

Ársreikning Fljótsdalshéraðs má finna hér.