Ársreikningur Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2016 var lagður fram í bæjarráði Fljótsdalshéraðs þann 15. mars 2017 og samþykktur og áritaður af bæjarráði og bæjarstjóra og vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann sama dag.
Helstu niðurstöður.
• Afkoma af rekstri Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2016 var jákvæð um 256 millj. kr. samkvæmt samstæðureikningi sveitarfélagsins.
• Rekstrarafkoma A hluta var jákvæð um 178 millj. kr.
• Skuldahlutfall A hluta fór niður fyrir 150% á árinu 2016 og er 145% í árslok 2016.
• Framlegð eða EBITDA í samstæðureikning Fljótsdalshéraðs var jákvæð um 925 millj. kr. á árinu 2016 eða 23% í hlutfalli af rekstartekjum.
• Í A hluta nam EBITDA 649 millj. kr. á árinu 2016 eða 18% í hlutfalli af rekstartekjum.
• Veltufé frá rekstri nam 680 millj. kr. á árinu 2016 í samstæðu A- og B hluta eða 17% í hlutfalli af rekstrartekjum.
• Veltufé frá rekstri í A hluta nam 482 millj. kr. eða 14% í hlutfalli af rekstrartekjum.
• Skuldir og skuldbindingar samstæðu A- og B hluta námu í árslok 2016 um 8.321 millj. kr. og lækka um 460 millj. kr. frá árinu 2015. Skuldaviðmið skv. reglugerð um fjárhagsleg viðmið fyrir samstæðureikning A og B hluta er 181% í árslok 2016 en skal skv. sveitarstjórnarlögum vera 150%.
• Skuldir og skuldbindingar í A hluta nema 5.167 millj. kr. í árslok 2016 og lækkuðu um 292 millj. kr. frá árinu 2015. Skuldaviðmið A hluta er 139% í árslok 2016.
• Það er markmið sveitarfélagsins að skuldaviðmiðið verði komið niður fyrir 150% árið 2019. Afkoma ársins 2016 og þróun verðbólgu undanfarin misseri styrkir verulega að þau markmið gangi eftir á tilsettum tíma.
Nánari upplýsingar veita:
Björn Ingimarsson, bæjarstjóri
Guðlaugur Sæbjörnsson, fjármálastjóri
Ársreikningur Fljótsdalshérað fyrir 2016 er hér. Fréttatilkynningin er hér og greinargerðin hér.
Skoða má umræðu bæjarstjórnar um ársreikninginn hér.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.