Ársreikningur 2010 lagður fram

Ársreikningur Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2010 verður tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs miðvikudaginn 4. maí 2011. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn og verður seinni umræðan í bæjarstjórn miðvikudaginn 18. maí næstkomandi. Fréttatilkynningu varðandi reikninginn má sjá hér og ársreikninginn í heild hér.