Á morgun, laugardaginn 12. apríl heldur starfsfólk Fljótsdalshéraðs árshátíð sína á Brúarási.
Fimm manna árshátíðanefnd hefur starfað síðan í desember að undirbúningi skemmtunarinnar. Rútur fara frá Söluskálanum kl. 19.00 og frá Olís í Fellabæ kl. 19.15.
Húsið opnar kl. 19.30 og borðhald hefst kl. 20.00. Hótel Svartiskógur sér um veitingar. Undir borðum galdra hinar ýmsu deildir fram skemmtiatriði og að borðhaldi loknu mun hljómsveitin Legó halda uppi stuðinu fram eftir nóttu.
Rútuferðir verða til baka til Egilsstaða bæði að borðhaldi loknu og að loknum dansleik.