Ársfundur Fjárafls haldinn

Á morgun, 1. apríl, verður haldinn ársfundur Fjárafls, fjárfestinga- og þróunarsjóðs Fljótsdalshéraðs. Sjóðurinn var stofnaður árið 2004 við sameiningu þeirra sveitarfélaga sem síðar mynduðu Fljótsdalshéraðs og hefur það markmið að efla byggð í dreifbýli sveitarfélagsins.

Fundurinn verður haldinn í bæjarstjórnarsal Fljótsdalshéraðs, Lyngási 12 á Egilsstöðum og hefst kl. 17.00. Rétt til setur á ársfundinum hafa fulltrúar í bæjarstjórn eða varamenn þeirra, stjórnarmenn og aðrir íbúar sveitarfélagsins. Atkvæðisrétt á fundinum hafa fulltrúar bæjarstjórnar.

Upplýsingar um sjóðinn má finna á heimasíðu Fljótsdalshéraðs eða hér